algengar spurningar

Þú getur keypt BEAR í öllum betri matvöruverslunum.

Við mælum með Yoyo rúllunum okkar fyrir húna á aldrinum 2-9 ára. Hinsvegar, mælum við með að fullorðnir passi uppá yngstu húnana þegar þeir eru að njóta varanna okkar.

Pappakassarnir utan um fjölpakkana okkar eru full endurvinnanlegir - við notum eingöngu FSC (http://www.fsc-uk.org/) vottaðan eða endurunnin pappa í allar ytri umbúðir. Þessar umbúðir má molta. Núverandi Yoyo bréfin geta verið endurunnin í sumum endurvinnslustöðvum, en líklega ekki í heimilissorpi þínu - ennþá. Við erum á fullu að finna betra endurvinnanlegra efni fyrir stöku bréfin og filmuna á spjöldunum. Eina hindrunin okkar er að þessar umbúðir eru eina leiðin til að varðveita 100% náttúrulega narslið okkar. Við erum þó að prufa okkur áfram í geymsluþoli með endurvinnanlegri umbúðir. Okkur er mjög annt um það að varðveit náttúruna okkar og erum alltaf að leita að nýjum leiðum til að bæta umbúðirnar og fyrirtækið, í heild sinni, í þessum málum. Við erum ekki fullkomin en við gerum eins vel og við getum. Hérna er brot af því sem við erum að vinna í núna: * Við drógum úr þykkt pakkningarinnar á stöku bréfunum, t.d. er þykktin á stöku pakkningunum 50 míkron og efnið er mónó efni og hreint pólýprópýlen sem má auðveldlega endurvinna þar sem flokkun er til staðar. * Í byrjun árs minnkuðum við pakkningarnar af Yoyo stöku bréfunum um 7.5mm (en heldum sömu þyngd af yoyo rúllum) og spöruðum u.þ.b. 1.5T af efni á ári. * Við sendum vörurnar okkar alltaf með skipi og aldrei með flugi til að minnka kolefnissporið okkar. * Við erum að skoða að tvöfalda stöflun á vörubrettum inni í gámana til að nýta plássið betur og flytja færri gáma. * Okkur finnst mjög leitt að sjá vörurnar okkar fara til spillis og gerum allt til að komast hjá því. Við gefum allar okkar vörur sem við getum ekki selt (ef um er að ræða t.d. árstíðabuðnar pakkningar) til góðgerða, í uppboð eða aðra vettvanga.

Já. Þar sem ávaxtasnarlið okkar innihalda bara ávexti og grænmeti, og alls ekkert annað, eru þær vegan vænar.

Já. Þar sem ávaxtasnarlið okkar innihalda bara ávexti og grænmeti, og alls ekkert annað, eru þær glútenlausar.

Vörurnar okkar eru bara ávextir og grænmeti, alls ekkert annað. Þar af leiðandi innihalda þær engar hnetur. Þeim er pakkað í "BEAR hylki", sem er innsiglað í pökkunarverksmiðjunni okkar. Það er "tree nut & peanut" herbergi þar en því er haldið algerlega aðskilið. Fólk fær ekki að fara úr einu svæði yfir á annað án þess þurfa skipta um föt frá toppi til táar. Þvo sér duglega um hendurnar og fara í gegnum annan inngang. Þetta þýðir að það er engin hætta á krosssmiti í vörunum okkar.

Hráefnin okkar eru mjög einföld, nákvæmlega það sem þú sérð í innihaldslýsingunni á umbúðunum (það er ekki okkar stíll að fela neitt eða vera lúmsk). Við stofnuðum BEAR til þess að gera einfaldan og bragðgóðan mat úr frrrrábærum hráefnum með engri viðbættri vitleysu. Þú getur því verið viss um að það eru nákvæmlega engin erfðabreytt matvæli í neinni BEAR vöru.

Vörurnar okkar eru bara ávextir og grænmeti, alls ekkert annað. Þar af leiðandi innihalda þær engar mjólkurafurðir, soja, glúten, egg,sesam, súlfat eða neitt slíkt. Þeim er pakkað í "BEAR hylki", sem er innsiglað í pökkunarverksmiðjunni okkar. Það eru hinsvegar önnur hráefni fyrir utan hylkin sem geta innihaldið mjólkurafurðir, soja, glúten, egg, sesam eða súlfat. Hinsvegar trúm við því að hættan á krosssmiti sé ótrúlega lítil.

Spirulina er blá-grænþörungur. Hún elskar sólarljósið og drekkur í sig alla orkuna úr sólargeislum hennar. Það hjálpar henni að verða ein af næringarríkastu fæðum í heiminum.Hún er stút full af próteini, vítamínum og steinefnum. Magnið sem við notum, til að gefa epla yoyo-inu litinn sinn, er svo lítið að þú finnur ekki einu sinni bragðið af henni.

Gulrótarseiðið okkar er búið til úr svörtum gulrótum og er 100% náttúrulegt. Við setjum örlítið magn í jarðaberja og hindberja Yoyo-in. Antósýanefnið sem er að finna í svörtum gulrótum gefur þeim dökka litinn sinn sem svo gefa Yoyo-unum sinn litinn. Það er líka stútt fullt af andoxunarefnum.

Það er ný BEAR yoyo spjalda herferð á hverju ári frá janúar til desember. Árið 2019 fer BEAR í forvitnilegan leiðangur (Curious Quest) að finna heimsins skrítnustu og undursamlegustu hluti fyrir stóru sýninguna hans fyrir forvitna. Frá framandi plöntum og dýrum til fornu undur veraldar, það eru 80 mismunandi spjöld fyrir þig og húninn þinn til að safna og læra af. Þú finnur Curious Quest spjald í öllum BEAR Yoyo pökkum núna.

Þú finnur einnig BEAR útivistar-stafa spjöld í öllum fjölpakkningum af BEAR Paws. Það fylgja 3 spjöld með í hverjum kassa og 26 spjöld í heildina til að safna.

Þú getur hjálpað BEAR í leit sinni með því að safna öllum 80 sýningar spjöldunum og fylgst með framförum þínum með ÓKEYPIS safnara möppu. Já, loksins mappa til að geyma öll spjöldin í!

Til að fá safnmöppu, vinsamlega sendið 10 miða aftan af BEAR yoyo bréfi, ásamt nafni ykkar og heimilisfangi til okkar í: BEAR Hellirinn, pósthólf 210, 212 Garðabæ. Ef þið komist ekki á pósthúsið geti þið sent okkur mynd af spennta húninum ykkar haldandi á 10 miðum á netfangið okkar bear@omax.is

Önnum kafnir póst bangsarnir okkar eru á fullu að koma Safnmöppunum til þín eins fljótt og litlu loppurnar leyfa! Þeim tekst yfrleitt að koma þeim til ykkar innan 3 vikna frá því að hafa fengið miðana frá ykkur, svo við krossum loppur að þið fáið möppurnar í hellinn ykkar innan skamms.

Ef þú hefur beðið lengur en 3 vikur eftir verðlaununum þínum þá máttu endilega láta okkur vita. Kannski hafa miðarnir þínir eða safnmappan týnst í póstinum (urrr!).

Núverandi spjöld munu halda áfram út árið, svo það er enn tími til að finna spjöldin sem þig vantar.

 

Sendu okkur mynd af öllu safninu (það eru 80 spjöld í Curious Quest til að safna í ár) á bear@omax.is og það er aldrei að vita nema við sendum þér smá glaðning til að óska þér til hamingju.