Skilmálar og friðhelgi einkalífs

Skilmálar

Þessi vefsíða er eigu Fresh Foods Ltd, skráðar höfuðstöðvar eru að 4-8 Emerson Street, London SE1 9DU, England. Fyrirtækið er rekið eftir breskum lögum og reglum og fyrirtækja númer þess er 05833700 (‘UFF’).

UFF er dótturfélag Lotus Bakeries NV, skráðar höfuðstöðvar eru að Gentstraat 1, 9971 Lembeke, Belgíu. Fyrirtækið er rekið eftir belgískum lögum og reglum og fyrirtækja númer þess er 0401.030.860.

Allar upplýsingar (svosem texti, myndir, hlekkir o.sv.fr) er aðeins ætlað sem fræðsla. Hvorki UFF né neitt af hlutafélögum þess taka ábyrgð á, staðfesta né alhæfa um nákvæmni þeirra upplýsinga sem hér koma fram. Uff áskilur sér rétt til að uppfæra, eyða og/eða breyta þeim upplýsingum sem hér koma fram.

Þessi vefsíða er ætluð fyrir einstaklinga og er ekki ætluð í auglýsingarskyni fyrir þá sem halda síðuna úti. Efni síðunnar (svo sem hönnun, texti, grafík, myndir o fl.) er verndað af höfundarétti og öðrum höfundalögum. Efni síðunnar má ekki afrita, endurnota á nokkurn hátt án skriflegs leyfis frá UFF. Öll vörumerkiog vörunöfn sem finna má á síðunni er í eigu Lotus Bakeries nv og félaga þeirra.

Með því að skoða og nýta vefsíðuna á nokkurn hátt samþykkir þú skilmála og stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins. Vefsíðan varðar við Íslensk og Bresk lög.

Stefna varðandi friðhelgi einkalífsins.

Persónuupplýsingar og friðhelgi.
Þú þarft ekki að deila neinum persónuupplýsingum með okkur til að skoða glæsilegt vöruúrval BEAR þar til þú ert afvelta. Með vefsíðu eigum við, við, www.bearnibbles.is. Ef þig langar að gera fleira á síðunni (eins og að skrá þig á póstlista) þá þarft þú að deila einhverjum persónuupplýsingum.

Við fíflumst ekki með innihaldið í vörunum okkar og við fíflumst heldur ekki með persónulegar upplýsingar sem þú deilir með okkur. Fyrir okkur er sjálfsagt að allar persónuupplýsingar eru einkamál, með hliðsjón af öllum viðeigandi ákvæðum gildandi persónuverndarlöggjafar, svo sem en ekki takmörkuðu við almennar persónuverndarreglugerðir.

Haldið áfram að lesa fyrir upplýsingar um almenna stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins.

Aðvörun: Framhaldið er mjög formlegt, en við reynum að halda upplýsingunum skiljanlegum og einföldum um leið og við tökum fram alla þá þætti sem mikilvægt er að taka fram um hvenær, hvers vegna og hvað við gerum við persónulegar upplýsingar þínar, hvernig við verjum upplýsingarnar sem þú deilir með okkur og valið sem þú hefur varðandi persónuupplýsingarnar þínar.

Þessi stefna gildir um vinnslu persónuupplýsinga þinna í samhengi við mismunandi forrit (tölvupóst, vefsíður fyrir gagnaöflun, markaðssetningu tölvupósts o.sv.fr.) sem rekið er af okkur eða fyrir okkar hönd.

Hver ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga þinna í BEAR hellinum?
Lögaðilinn sem ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinganna þinna og starfar sem gagnastjórnandi er: BEAR Hellirinn, Pósthólf 210, 212 Garðabær.

Hvernig munum við vinna úr persónuupplýsingunum þínum?
Það fer eftir því hvers vegna þú gefur okkur persónulegar upplýsingar þínar hvernig við notum þær, hér að neðan getur þú fundið yfirlit yfir hvernig við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum hverju sinni, lagalegan grundvöll og tilgang vinnslunnar, hvert og hversvegna við deilum eða flytjum upplýsingarnar þínar og viðeigandi varðveisla tímabil.

Neytendafyrirspurnir, athugasemdir og kvartanir
BEAR vill heyra allt sem þú hefur að segja, sendu okkur línu á grrr@bearnibbles.co.uk. Skilaboðin þín eru unnin í gegnum þjónustu sem kallast Desk.com sem er í eigu Salesforce. Eftirfarandi gögn eru safnað þar, geymd og unnið úr:

 • Netfang
 • Póstfang
 • Nafn (hvaða fornöfn og eftirnöfn sem fylgja)
 • Símanúmer (ef það fylgir)
 • Texti skilaboða
 • IP-tala

BEAR mun einungis geyma persónulegar upplýsingar þínar til að vinna úr fyrirspurn þinni. Við munum aðeins geyma þær á meðan á úrvinnslu eða rannsókn stendur og verður eytt innan mánaðar eftir að við ljúkum málinu. Í undantekningar tilvikum og aðeins vegna kvartana er heimilt að geyma gögnin í allt að 5 ár. Við kunnum að koma þessum gögnum áfram til hlutdeildarfélags eða dótturfélags okkar í þeim tilgangi að kanna frekar áhyggjur þínar eða kvörtunarefni. Þú getur fundið hlutdeildarfélaga okkar á heimasíðu fyrirtækisins: www.lotusbakeries.com. Við flutning upplýsinga til hlutdeildarfélaga okkar gætum við viðeigandi öryggisráðstafanir. Þessi vinnsla byggist á raunverulegum áhuga okkar á að bæta þjónustu okkar hverju sinni.

Nýskráning fréttabréfs
Þú getur gerst áskrifandi að fréttabréfi BEAR og fengið fullt af spennandi og skemmtilegum staðreyndum og leikjum beint í pósthólfið þitt. Þú getur gert þetta með því að gefa okkur skýrt samþykki þitt fyrir vinnslu gagna þinna (fornafn og netfang). Þú verður að vera 18 ára eða eldri til að veita okkur þetta samþykki og upplýsingar þínar, svo þú gætir þurft foreldri, forráðamann eða annan umönnunaraðili sem skráir sig fyrir þína hönd. Við notum markaðsþjónustu fyrir tölvupóst sem þú gætir hafa heyrt um, MailChimp® (í eigu Rocket Science Group), til að senda fréttabréfin okkar. Gögnin sem þú deilir með okkur til að skrá þig á og fá fréttabréf frá BEAR eru geymd hjá MailChimp®. Þú getur uppfært óskir þínar eða sagt upp áskrift að fréttabréfunum okkar hvenær sem er með því að smella á hlekkina neðst í hverju fréttabréfi. Við munum eyða gögnum þínum innan tveggja vikna frá því þú hættir áskrift.

Gagnasöfnun - BEAR yoyos söfnun og verðlaun
Þú getur valið að safna 10 miðum og senda þá í Hellinn fyrir verðlaunin þín. Í því tilfelli þarftu að gefa upp nafn og póstfang. Þú verður að vera 18 ára eða eldri til að veita okkur þessar upplýsingar. Vinsamlegast biðjið einhvern fullorðinn að hjálpa til við að nálgast söfnunarkortið og verðlaun. Við munum aðeins nota persónulegar upplýsingar sem þú deilir með okkur til að afhenda umslagið sem inniheldur söfnunarkortið þitt og verðlaunin þín. Við geymum ekki upplýsingar þínar í gagnagrunni eða samsvarand forriti. Við tætum síðan og endurvinnum persónulegar upplýsingar þínar sem sendar eru í slíku formi. Þessi vinnsla byggist á lögmætum áhuga okkar á að senda þér söfnunarkort svo þú getir þátt í leikjunum okkar.

Gagnasöfnun - BEAR yoyos ókeypis sýnishorn
Ef þér er boðið ókeypis sýnishorn af BEAR yoyo í gegnum Facebook eða Instagram auglýsingu verður þú að fylla út eyðublaðið til að biðja um sýnishornið. Þú verður að gefa upp nafn þitt, póstfang og netfang til að við getum sent þér ókeypis sýnishorn þitt. Þú verður að vera 18 ára eða eldri til að veita okkur þessar upplýsingar. Gögn þín verða flutt til þriðja aðila (staðsett í Bretlandi) að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er til að senda þér kassa sem inniheldur ókeypis BEAR yoyos bréf. Við (og nauðsynlegir þriðju aðilar) munum aðeins geyma þessar persónulegu upplýsingar svo lengi sem við þurfum til að senda þér sýnishornið þitt og geymum ekki upplýsingar þínar í gagnagrunni eða sambærilegu forriti. Þessi vinnsla byggist á lögmætum áhuga okkar á að senda þér ókeypis sýnishorn þitt. Við munum nota netfangið þitt til að fylgja sendingum og leikjum eftir með tölvupósti þar sem þú verður spurð út í reynslu þína og hvort þú viljir skilja eftir umsögn um BEAR yoyos (sjá umsagnir hér að neðan). Þetta er að öllu leyti valfrjálst og í þínu valdi. Ef þú hefur valið að fá frekari fréttir af BEAR bætum við netfanginu þínu við gagnagrunn fréttabréfsins okkar (sjá skráningu fréttabréfs hér að ofan).

Umsagnir
Þú getur skilið eftir umsögn um vörurnar okkar á vefsíðunni okkar. Þú verður að veita samþykki þitt áður en þú getur sett inn umsagnir. Við treystum á þjónustu Bazaarvoice Inc. til að safna og vinna úr þessum umsögnum. Nafn þitt, gælunafn, netfang og auðvitað umsögnin verður unnin af þeim. Þessar upplýsingar verða geymdar á vettvangi þeirra sem hýst er í Dublin (Írlandi) um óákveðinn tíma, eða þar til þú dregur fram samþykki þitt. Þú getur afturkallað samþykki þitt með því að leggja fram beiðni um eyðingu, með því að senda póst á dpr@bearnibbles.co.uk með nafni þínu, gælunafni og netfangi sem notað var þegar þú skrifaðir umsögnina þína. Umsögnin þín gæti verið birt á öðrum BEAR vefsíðum (alþjóðlegum BEAR vefsíðum) og vefsíðum þriðja aðila svosem söluaðila sem samþykkir að birta efni undir gælunafninu þínu. Gögn þín verða ekki flutt til neins þriðja aðila.

Stjórnun viðskiptasambanda
Innan ramma viðskiptastarfsemi okkar er mögulegt að við fáum eða söfnum persónulegum gögnum frá viðskiptalöndum okkar (birgjum, þjónustuaðilum, markaðshorfum, viðskiptavinum o.sv.fr.).

Vinnsla þessara gagna er eingöngu ætlað að stjórna viðskiptasamböndum okkar og er því byggð á lögmætum áhuga okkar hverju sinni. Við munum alltaf taka tillit til friðhelgi einkalífs þíns. Gögn þín verða geymd í 10 ár eftir lok viðskiptasambands okkar og verða háð stöðugu eftirliti.

Gögnum þínum er heimilt að afhenda öðru hlutaðeigandi eða dótturfyrirtæki okkar þegar það er gagnlegt í B2B sambandinu okkar. Þú getur fundið hlutdeildarfélaga okkar á heimasíðu fyrirtækisins (www.lotusbakeries.com). Við flutning upplýsinga þinna til hlutdeildarfélaga okkar gætum við viðeigandi öryggisráðstafana.

Verndun persónuupplýsinga þinna
Við höfum sett upp tæknilegar og skipulagðar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar þínar gegn ólögmætum eða óviðkomandi aðgangi eða notkun, sem og gegn hverskyns tapi eða tjóni á heiðarleika þeirra. Þessar ráðstafanir hafa verið hannaðar með hliðsjón af upplýsingatæknilegum innviðum okkar, hugsanlegum áhrifum á friðhelgi einkalífs þína og kostnaðinum sem fylgir og eru í samræmi við gildandi iðnaðarstaðla og venjur. Persónuupplýsingar þínar verða aðeins unnar af þriðja aðila ef sá þriðji aðili samþykkir að fara eftir þessum tæknilegu og skipulagslegu öryggisráðstöfunum.

Kökur
Við notum vafrakökur á vefsíðum okkar. Vafrakökur eru litlar skrár sem geymdar eru á tölvunni þinni. Kökurnar innihalda heimilisfang vefsíðu okkar og einstakt notanda auðkenni. Næst þegar þú heimsækir vefsíðu okkar mun tölvan þín vita að þú hefur verið hér áður og sendir upplýsingar sem eru í kökunni aftur á síðuna okkar. Með því að nota kökur vonum við að við getum gefið þér skjótari og skilvirkari reynslu á vefsíðu okkar. Vafrakökur innihalda venjulega engar persónulegar upplýsingar sem við getum notað til að bera kennsl á þig. Þú getur alltaf breytt vafrastillingunum þínum til að stjórna hvaða vefsvæði geyma þínar kökur. Þú getur einnig eytt fyrirliggjandi kökum úr tölvunni þinni eða farsímanum hvenær sem er.

Þessi vefsíða getur notað  mismunandi tegundir af kökum: „nauðsynlegar vafrakökur“ (nauðsynlegar til að gera þér kleift að fara um vefsíðuna okkar og nota eiginleika þess), 'hagnýtar kökur' (þessar kökur gera vefsíðunni kleift að muna val sem þú tekur, svo sem tungumál eða svæði sem þú heimsækir og ​​bjóða upp á aukna, persónulegri eiginleika), 'árangurskökur' (til að safna upplýsingum um hvernig þú notar vefsíðuna, til dæmis hvaða svæði gestir fara oftast á og ef þeir fá villuboð frá vefsíðum. Þessar kökur safna ekki upplýsingum sem bera kennsl á gesti.) og stundum 'auglýsa kökur' (notaðar til að birta auglýsingar sem skipta meira máli fyrir þig og áhugamál þín. Þær eru einnig notaðar til að takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingu sem og að hjálp við að mæla árangur auglýsingaherferða).

Réttindi
Þú hefur eftirfarandi réttindi í tengslum við persónuupplýsingar þínar:

 • Þú getur alltaf óskað eftir upplýsingum um persónuupplýsingar þínar sem BEAR hefur safnað, geymt og unnið með. Til að fá upplýsingar af þessu tagi þarftu að sanna hver þú ert (til dæmis með því að senda okkur afrit af persónuskilríkjunum þínum).
 • Ef persónuupplýsingar þínar sem geymdar eru af BEAR eru rangar, getur þú auðvitað sótt um leiðréttingu.
 • Þú hefur rétt til að biðja um takmörkun á vinnslu persónuupplýsinganna þinna (til dæmis á meðan verið er að athuga nákvæmni persónuupplýsinganna).
 • Þú gætir krafist þess að öllum gögnum sem varða þig sé eytt (nema í sumum tilvikum, til dæmis þegar við verðum að vista gögnin þín til að sanna viðskipti eða þegar lög krefjast þess).
 • Ef vinnslan er byggð á samþykki þínu, geturðu afturkallað samþykki þitt fyrir geymslu og vinnslu persónuupplýsinganna þinna.
 • Ef þú ert ekki sammála því hvernig BEAR vinnur persónulegar upplýsingar þínar, hefur þú rétt til að leggja fram kvörtun til persónuverndar https://www.personuvernd.is/

Hvern á að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar eða óskir?
Fyrir allar spurningar, beiðnir eða kvartanir varðandi beitingu þessarar stefnu eða til að nýta réttindi þín, eins og lýst er í persónuvernarstefnu okkar, getur þú haft samband við okkur á dpr@bearnibbles.co.uk. Ef þú vilt, getur þú skrifað til okkar í Urban Fresh Foods Ltd, 4-8 Emerson Street, London SE1 9DU.

Breytingar á stefnu okkar
Við förum reglulega yfir stefnu okkar og munum setja allar uppfærslur á þessa vefsíðu. Þessi stefna var síðast uppfærð í maí 2019.