sagan okkar

Sagan af BEAR byrjar með þeirri einföldu þörf að gera það auðveldara, og mun bragðbetra, að borða hollt. Sem einkaþjálfari var stofnandinn okkar, Hayley, alltaf að lenda í fólki sem kvartaði í henni um erfið mataræði og að fjölskyldum fyndist svo erfitt að fá börnin sín til að borða ávexti. Hún fór útum allan heim í leita að einhverju sem leysti þennan vanda og skírði fyrirtækið sitt BEAR, eftir grein sem hún las í janúar 2009. Greinin rannsakaði borgarbirni sem höfðu villst inní borgir og átu uppúr ruslatunnum fyrir utan skyndibitastaði. Hún bar þá svo saman við villta birni sem átu náttúrlegt fæði. Borgarbirnirnir voru 30% feitari en villtu birnirnir og hreyfðu sig einnig 30% minna. Því miður voru þeir allir látnir fyrir 10 ára aldur á meðan yfir 60% villtu bjarnanna lifðu áfram heilbrigðu lífi. Sagan hljómaði of kunnuglega í eyrum Hayleyar sem trúði því að unnin matvæli væru líka vandamálið fyrir okkur mannfólkið og þannig varð BEAR til.

BEAR myndband væntanlegt!